HVAÐ ER Í MATINN Í DAG?
Nýjustu fréttir
Í ljósi umræðu í samfélaginu um mat í leik- og grunnskólum
Í ljósi umræðu í samfélaginu um mat í leik- og grunnskólum vildum við upplýsa ykkur um gæðaferla og verklag sem viðhaft er í Skólamat varðandi meðhöndlun matvæla og matreiðslu í skólunum ykkar. Skólamatur vinnur skv. HACCP eftirlitskerfinu (Codex Alementarius) sem ætlað er að draga úr eða koma í veg fyrir hættur sem geta skapast við framleiðslu og dreifingu matvæla og stuðla þannig að matvælaöryggi. HACCP er kerfisbundin aðferð til að fylgjast með matvælum, aðstæðum við framleiðslu, meðhöndlun, geymslu, umbúðum, dreifingu og notkunarleiðbeiningum.
Lesa meiraVegan valkostur í boði á hverjum degi
Daglega bjóðum við hjá Skólamat ávallt upp á tvo rétti. Annar þeirra er nokkuð hefðbundinn og inniheldur ýmist fisk, kjöt eða pasta en einnig bjóðum við alltaf upp á veganrétt. Með öllum réttum er boðið upp á meðlæti og sósur sem henta hverju sinni. Auk þess er ávallt boðið upp á meðlætisbar með brakandi fersku grænmeti og safaríkum ávöxtum.
Lesa meira