Fræðsla og þjálfun

Skólamatur styður við faglega þróun starfsfólksins og stendur fyrir námskeiðum á hverju hausti. Þar fær starfsfólkið fræðslu og kynningu á hinum ýmsu þáttum starfsins. Með þessu getur hver starfsmaður vaxið og dafnað í starfi og ráðið betur við það sem fyrir ber í starfinu hverju sinni.

Upplýsinga- og fræðslustefna

Það er stefna Skólamatar að bjóða starfsfólki sínu gott framboð námskeiða og fræðslu til að styrkja starfsmenn bæði í starfi sem og persónulegu lífi og stuðla að vellíðan í vinnunni.

Starfstengd fræðsla og námskeið styrkja starfsmenn í starfi, veita þeim aukna þekkingu til að sinna starfi sínu á sem bestan hátt, veita innsýn í nýjungar og nýjar leiðir, gera starfsmenn öruggari í starfi og betur í stakk búna til að takast á við ný verkefni og breytingar. Þannig hjálpar fræðsla starfsmönnum að þroskast og þróast í starfi og skapar aukna vellíðan í vinnunni. Skólamatur býður einnig upp á fræðslu sem styrkir starfsmenn persónulega, eykur við reynslu og þekkingu starfsmanna almennt og nýtist þeim í daglegu lífi. Markmiðið með fræðslustefnu Skólamatar er einnig að auka almennan áhuga og stuðla að jákvæðu viðhorfi til símenntunar.

Námsvika er haldin einu sinni á ári áður en skólastarf hefst ásamt því að fræðslukerfi LearnCove hefur verið tekið í notkun. Það stuðlar það að endurmenntun starfsmanna yfir árið.

Skólamatur hefur átt í góðu samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hvað varðar fræðslumál fyrirtækisins. Það er stefna Skólamatar að bjóða starfsmönnum upp á markvissa fræðslu á hverju ári. Námskeið út frá greiningu á fræðsluþörf fyrirtækisins, af frumkvæði stjórnenda, og námskeið út frá hugmyndum og beiðnum starfsmanna. Einnig býður Miðstöð símenntunar upp á margs konar námskeiðsframboð og ráðgjöf sem stendur starfsmönnum Skólamatar til boða. Fyrirtækið er tilbúið að styrkja starfsmenn sína til þátttöku í uppbyggjandi námskeiðum og ráðgjöf á hennarvegum.