Fríðindi í starfi
Starfsánægja skiptir okkur hjá Skólamat gríðarlega miklu máli, þar af leiðandi leitumst við að því að koma til móts við starfsfólkið okkar eins og frekast er unnt. Mannauður Skólamatar er okkar stærsti auður og uppbygging fyrir ört stækkandi fyrirtæki.
Maturinn og búnaður
Leiðin að hjartanu er í gegnum magann og það vitum við hjá Skólamat þar sem að enginn verður svangur í vinnunni. Starfsfólk okkar í eldhúsinu hefur ástríður fyrir mat og eldamennsku og fær starfsfólk að njóta þess á degi hverjum.
Búnaður er eins og best verður á kosið á hverri starfsstöð fyrir sig. Fær starfsfólk vinnufatnað við hæfi sem hentar fyrir þau fjölbreyttu störf sem unnin eru hjá okkur.
Afslættir og tilboð
Skólamatur heldur úti öflugu tilboðs- og afsláttarkerfi fyrir starfsfólk sitt. Við erum í samstarfi við fyrirtæki víðs vegar á landinu og getum boðið starfsfólki okkar ýmis fríðindi sem tengjast þeim.
Íþróttastyrkur
Skólamatur er heilsueflandi fyrirtæki og vill kappkosta að gera vel við starfsfólk sitt þegar kemur að málefnum tengdum heilsu. Skólamatur veitir starfsfólki árlegan íþróttastyrk sem hægt er að nýta til heilsueflingar.
Samgöngustyrkur
Í umhverfisstefnu Skólamatar er lögð rík áhersla á að lifa í sátt við umhverfið og náttúruna. Það er gert með margvíslegum og markvissum aðgerðum. Samhliða því styrkir Skólamatur starfsmenn sína sem kjósa að ferðast til og frá vinnu á annan hátt en á einkabílnum með mánaðarlegum samgöngustyrk.
Viðburðir
Hjá Skólamat er starfrækt viðburðarnefnd sem stendur fyrir reglulegum viðburðum allt árið um kring. Það er margsannað að það eflir starfsandann að gera sér glaðan dag utan vinnu. Meðal fastra viðburða eru árshátíð, vorhátíð og jólagleði ásamt hinum ýmsum styttri eða lengri viðburðum.