Fríðindi í starfi

Við hjá Skólamat leggjum mikið upp úr því að starfsfólkinu okkar líði vel. Við leggjum mikið á okkur við að passa upp á það. Við vitum að starfsfólkið okkar er okkar stærsti auður og viljum að öll sem vinna hjá Skólamat finni að framlag þeirra sé metið.

Maturinn

Hjá Skólamat verður enginn svangur í vinnunni. Hjá okkur starfar hæfileikaríkt starfsfólk sem hefur unun að því að undirbúa og framleiða mat.

Afslættir og tilboð

Skólamatur heldur úti öflugu tilboða- og afsláttarkerfi fyrir starfsfólk sitt. Við vinum með hinum ýmsu fyrirtækjum og getum boðið starfsfólki okkar ýmis fríðindi sem tengjast þeim.

Viðburðir

Skólamatur stendur fyrir hinum ýmsu viðburðum yfir skólaárið fyrir allt sitt frábæra starfsfólk. Við gerum okkar besta í að efla starfsandann og gera okkur glaðan dag utan vinnu. Meðal fastra viðburða eru árshátíð, vorhátíð, jólabingó og ýmsir aðrir styttri eða lengri viðburðir.