Saman erum við Skólamatur

Hjá Skólamat starfar öflugur og samheldinn hópur fólks sem hefur ástríðu fyrir að framleiða og framreiða hollar og bragðgóðar máltíðir fyrir nemendur og starfsfólk í leik- og grunnskólum vítt og breitt um suðvesturhorn landsins.

Við hjá Skólamat vitum að gott starfsfólk er okkar stærsti auður og leggjum við okkur fram við að skapa gott og heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir allt okkar frábæra starfsfólk. Við erum stolt af því hver við erum því saman erum við Skólamatur.

Jafnlaunavottun

Skólamatur hefur hlotið jafnlaunavottun og með því heimild til að nota jafnlaunamerki Jafnréttisstofu. Meginmarkmið slíkrar vottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Skólamatar stuðlar að jafnrétti og á að stuðla að því að koma í veg fyrir misrétti milli ólíkra hópa innan fyrirtækisins, hvort sem það viðkemur kyni, kynhneigð, aldri, uppruna, trúarbrögðum eða öðru.

Markmið jafnlaunastefnu Skólamatar er að tryggja að starfsfólk njóti sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf og að starfsfólki sé ekki mismunað.

Mannauðsmælir

Skólamatur framkvæmir starfsánægjukannanir tvisvar á ári með það að leiðarljósi að mæla starfsánægju og hlusta á það sem starfsfólki liggur á hjarta. Þá eru reglulegar kannanir birtar á upplýsingaveitunni Workvivo. Niðurstöður þessara kannanna nýtast stjórnendum og segja til um hvað vel er gert og hvort að grípa þurfi inní ferla sem ekki eru að bera árangur.

Árlega eru einnig framkvæmd starfsmannasamtöl þar sem lagt er áherslu á starfsþróun einstakra starfsmanna og teyma innan Skólamatar. 

Markmiðið með mannauðsmælunum sem Skólamatur nýtir sér eru alltaf til þess fallnir að bæta starfsumhverfið, lækka starfsmannaveltu og auka starfsánægju.