10. apríl 2025

Framleiðslueldhús Skólamatar – þar sem gæða máltíðir verða til

Framleiðslueldhús Skólamatar – þar sem gæða máltíðir verða til

Hjá Skólamat vinnum við út frá því að framleiða hollar og næringarríkar máltíðir fyrir mikilvægasta fólkið. Í höfuðstöðvum okkar í Reykjanesbæ má finna nokkur eldhús, aðaleldhús, framleiðslueldhús og sérfæðiseldhús. Í þessum eldhúsum er maturinn framleiddur og undirbúinn fyrir skólana, en lokaeldun fer fram í skólunum sjálfum.

Við hjá Skólamat erum stolt af okkar eigin framleiðslu, en með eigin framleiðslu getum við þróað réttina áfram eftir þörfum okkar viðskiptavina. Í framleiðslueldhúsinu okkar er lagður metnaður í að tryggja hámarksgæði og ferskleika í hverri einustu máltíð.

Allt skólaárið leggja matreiðslumenn Skólamatar vinnu í að þróa nýja rétti, en hjá okkur er mikil áhersla á stöðuga þróun og nýsköpun. Allir réttir fara í gegnum strangt prufuferli áður en þeir rata inn á matseðilinn í skólunum. Með því að stjórna eigin framleiðslu getum við lagað okkur að þörfum og óskum nemenda og þróað nýja spennandi rétti sem við hlökkum til að kynna fyrir ykkur.

Skólamatur leggur ofuráherslu á ferskleika hráefnisins. Matseðlar eru vandaðir og vel samsettir og uppfylla ráðleggingar landlæknisembættisins um næringu barna á leik- og grunnskólaaldri.

Við bjóðum ykkur hjartanlega að fylgjast með störfum okkar í framleiðslueldhúsinu á Instagram-síðunni okkar, @skolamatur_ehf. Þar birtum við reglulega myndbönd og myndir úr daglegri starfsemi okkar, sýnum hvernig máltíðirnar verða til, og veitum innsýn í þá miklu vinnu og umhyggju sem fer í framleiðslu hvers réttar.

Við erum stolt af okkar eigin framleiðslu og því að fá að bjóða mikilvægasta fólkinu – börnunum okkar – upp á hollar og ljúffengar máltíðir alla daga.

Aftur í fréttalista