15. janúar 2025
Vegan valkostur í boði á hverjum degi
Hvernig væri að prufa veganréttinn í dag?
Daglega bjóðum við hjá Skólamat ávallt upp á tvo rétti. Annar þeirra er nokkuð hefðbundinn og inniheldur ýmist fisk, kjöt eða pasta en einnig bjóðum við alltaf upp á veganrétt. Með öllum réttum er boðið upp á meðlæti og sósur sem henta hverju sinni. Auk þess er ávallt boðið upp á meðlætisbar með brakandi fersku grænmeti og safaríkum ávöxtum.
Stöðug aukning hefur verið í neyslu á vegan réttum á undanförnum árum og kýs fjöldi grunnskólanemenda sem borða mat frá Skólamat að borða vegan mat, að öllu leyti eða að hluta til, á hverjum degi.
Árið 2015 byrjuðum við hjá Skólamat að bjóða upp á grænmetisrétt sem hliðarrétt og tókst sú tilraun vel. Í framhaldinu var ákveðið árið 2017 að allir hliðarréttir myndu vera vegan. Frá þeim tímapunkti hefur fjöldi þeirra sem velja vegan valkostinn þrefaldast og hefur mikil ánægja verið á meðal nemenda og starfsfólks að hafa kost á því að fá sér veganrétt á hverjum degi. Þess má geta að ekki þarf að skrá sig sérstaklega í þessa þjónustu, heldur stendur það öllum áskrifendum til boða að velja á milli rétta eða smakka báða.
Við hjá Skólamat erum afar stot af því að bjóða upp á tvo rétti á hverjum degi og auka þannig fjölbreytni og úrval okkar mikilvægasta fólks.