2. nóvember 2020

Takmörkun á skólastarfi - Upplýsingar varðandi matarþjónustu.

Ljóst er að takmörkun á skólastarfi sem tekur gildi frá og með 3. nóvember mun hafa áhrif á matarþjónustu Skólamatar. Sem stendur vinna skólastjórnendur og starfsfólk Skólamatar að útfærslu á matarþjónustu á hverjum stað fyrir sig, sem tryggir öryggi nemenda og starfsfólk skólanna.

Allar upplýsingar varðandi breytingar á matarþjónustu Skólamatar á meðan á takmörkuninni stendur munu birtast hér á heimasíðunni og á Facebook síðu Skólamatar: www.facebook.com/skolamatur

Til þess að bregðast við takmörkunum var nauðsynlegt að gera nokkrar breytingar á fyrirfram auglýstum matseðli. Við vekjum athygli á því að frekari breytingar gætu átt sér stað. Matseðill á heimasíðu Skólamatar verður uppfærður í takt við breytingar eins fljótt og auðið er.

Sérfæði: Þeir nemendur sem eru skráðir í sérfæði fá sitt sérfæði afgreitt eins og áður.

Veganréttur: Eins og stendur er aðeins veganréttur í boði fyrir þá nemendur sem eru skráðir vegan hjá Skólamat. Hægt er að skrá nemendur vegan með því að senda tölvupóst á: skolamatur@skolamatur.is með fyrirsögninni Vegan.

Á þessum tímum skiptir öllu máli að takmarka smithættu og tryggja að nemendur fái mat á sem öruggastan máta. Við hjá Skólamat munum áfram leggja okkur fram við að bjóða nemendum upp á hollan og ferskan mat líkt og áður.

 

Með von um jákvæð viðbrögð og skilning,

Starfsfólk Skólamatar.

Aftur í fréttalista