19. ágúst 2024
Skráning í áskrift hefst 22. ágúst
Nú í vetur verður sú breyting að skólamáltíðir (hádegismatur) grunnskólanemenda verða gjaldfrjálsar fyrir alla
nemendur. Til að framkvæmd þessi verði sem best þurfa foreldrar/forráðafólk nú að skrá hvern nemanda í
mataráskrift ef vilji er til að nýta skólamatinn. Skráning nemenda í áskrift er nauðsynleg til að tryggja máltíðir
fyrir alla sem þess óska en með því má halda matarsóun í lágmarki.
Hagnýtar upplýsingar fyrir skólaárið 2024-2025:
• Skráning í mataráskrift hefst fimmtudaginn 22. ágúst 2024 á www.skolamatur.is
• Mataráskriftir endurnýjast mánaðarlega út skólaárið sé þeim ekki sagt upp sérstaklega.
• Ef mataráskrift er ekki nýtt í heilan mánuð lokast fyrir hana og sækja þarf um hana aftur.
• Nemendur fá sérstakt skólanúmer sem þeir nota þegar afhending máltíða fer fram í mötuneyti skólans.
• Sérfæði vegna ofnæmis eða óþols er afgreitt gegn afhendingu læknisvottorðs. Ekki þarf að endurnýja læknisvottorð
milli skólaára nema breyting hafi orðið á ofnæmi eða óþoli.
• Afgreiðsla hádegismáltíða hefst fyrsta kennsludag.
„Fyrir mikilvægasta fólkið“ eru einkunnarorðin okkar hjá Skólamat. Okkur er mikið í mun að nemandinn njóti góðrar
næringar í amstri dagsins. Á hverjum degi bjóðum við upp á tvo næringarríka aðalrétti, þar af er annar ávallt vegan.
Meðlætisbar er í boði daglega og á honum má finna fjölbreytt úrval af fersku grænmeti og ávöxtum