6. september 2023
Ljósanótt 2023
Kjötsúpan frá Skólamat er orðinn fastur liður á Ljósanótt og héldum við kjötsúpukvöldið okkar föstudaginn 1. september s.l.
Búið var að breyta dagskrá kvöldsins aðeins miðað við upphafleg plön en „örlítill“ veðurofsi vildi setja strik í reikninginn. Dagskrá kvöldsins var færð inn í íþróttahúsið að Sunnubraut og þangað mætti fjöldinn allur af fólki þrátt fyrir hvassviðri og talsverða rigningu. Frábær stemmning myndaðist og gat fólk hlýjað sér með skál af rjúkandi heitri kjötsúpu.
Við erum í skýjunum yfir hve margir sáu sér fært að mæta – takk kærlega fyrir komuna
Ljósmyndir: Víkurfréttir