9. desember 2024

Hátíðarmatur Skólamatar 2024

Hátíðarmatur Skólamatar 2024

Í þessari viku og næstu viku verður boðið upp á hátíðarmat í skólunum sem við í Skólamat þjónustum. Flestir skólar bjóða upp á hátíðarmatinn 12. desember n.k. en einhverjir skólar hafa óskað eftir öðrum dagsetningum. Hægt er skoða matseðil Skólamatar fyrir hvern skóla á heimasíðunni okkar en þar er hægt að sjá hvaða dag hver skóli er í hátíðarmat.

Á boðstólnum í ár er kalkúnn með salvíusmjöri, steiktar kartöflur, eplasalat og heit sveppasósa ásamt hefðbundnu meðlæti og ísblóm í eftirrétt.

Veganrétturinn verður Wellington, steiktar kartöflur, eplasalat og heit sveppasósa ásamt vegan ís í eftirrétt.

Fyrir börn sem eru í sérfæði vegna mjólkur ofnæmis/óþols verður íspinni í boði í stað ísblóms.

Þeir sem ekki eru í áskrift en óska eftir að taka þátt í hátíðarmáltíðinni þurfa að skrá sig í áskrift til að tryggja sér hátíðarmat. Mikilvægt er að skráning fari fram með a.m.k. 2 daga fyrirvara. Hægt er að skrá nemendur í mat í gegnum áskriftarformið á heimasíðu Skólamatar hér: https://askrift.skolamatur.is/

Við vonumst til að nemendur og starfsfólk eigi notalega og hátíðlega stund og njóti saman í aðdraganda hátíðanna.

Aftur í fréttalista