30. desember 2024

Hátíðarkveðja

Hátíðarkveðja
Gleðilega hátíð kæru vinir!
Við fjölskyldan í  Skólamat viljum senda ykkur hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þakklæti fyrir viðburðaríkt ár.  Þakklæti er okkur svo sannarlega efst í huga okkar, bæði gagnvart öflugu og ástríðufullu starfsfólki, hæfum samstarfsaðilum og auðvitað gagnvart okkar kröfuhörðu viðskiptavinum.
Starfsmannateymi Skólamatar samanstendur af öflugum, samheldnum og fjölbreyttum hópi einstaklinga sem öll leggja allt sitt af mörkum til að gera skólamatinn hollan og góðan fyrir nemendur og starfsfólk leik- og grunnskóla og okkur hlýnar alltaf jafn mikið um hjartarætur þegar við fáum hrós frá nemendum.
Á árinu komst góð reynsla á nýja framleiðslueldhúsið okkar í Reykjanesbæ.  Þar höfum við bætt tækjakost sem gerir okkur kleift að framleiða enn hollari og betri máltíðir, sem er svo sannarlega markmiðið með þessu öllu.
Í kjölfar innleiðingar gjaldfrjálsra skólamáltíða hafa enn fleiri nemendur átt þess kost að nýta sér skólamatinn, það ásamt fjölgun skóla sem nýta sér okkar þjónustu leiðir til þess hópurinn okkar hefur aldrei verið stærri en nú.
Samskipti við starfsfólk leik- og grunnskóla sem og sveitarfélaga er okkur svo mikilvægt og erum við afar þakklát því góða fólki sem þar starfar og gerir okkur kleift að þjónusta mikilvægasta fólkið.
Með bestu óskir um hamingjuríkt ár
Fjölskyldan í Skólamat

Aftur í fréttalista