3. janúar 2022
Enginn hádegismatur í grunnskólum Hafnarfjarðar til 12. janúar - mikilvægar upplýsingar fyrir forráðamenn
Kæru viðskiptavinir.
Líkt og fram hefur komið í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ munu hádegismáltíðir ekki verða afhentar í grunnskólum Hafnarfjarðar fram til 12. janúar nk. Þessi ákvörðun var tekin eftir að reikningar fyrir janúar voru sendir út. Endurgreiðsla vegna þessara daga mun koma til lækkunar á febrúar reikningi.
Athugið að þetta á aðeins við grunnskóla í Hafnarfirði. Áfram verður boðið upp á matarþjónustu í öðrum sveitarfélögum sem Skólamatur þjónustar.
Afhending ávaxtaáskriftar og síðdegishressingar verður með óbreyttu sniði.
Fyrir frekari upplýsingar eða athugasemdir má hafa samband við okkur í síma 420-2500 eða í tölvupósti: skolamatur@skolamatur.is
Með kærri kveðju,
Starfsfólk Skólamatar