8. mars 2023
Byggingaframkvæmdir í fullum gangi hjá Skólamat
Skólamatur hefur stækkað gríðarlega hratt undanfarin ár, en núna standa yfir framkvæmdir á stærra húsnæði fyrir starfsemina að Iðavöllum í Reykjanesbæ. Fyrsta skóflustungan að húsnæðinu var tekin í mars 2022, en vonir standa til að hægt verði að taka húsnæðið í notkun núna á vormánuðum 2023.
Nýja byggingin er stórglæsileg og er alls 1.516 m2 að stærð. Byggingin saman stendur af eldra iðnaðarhúsnæði á einni hæð ásamt áfastri nýbyggingu á tveimur hæðum. Þessi rúmgóða bygging verður viðbót við húsnæði upp á 1.000 m2 sem verið er að nýta undir starfsemina í dag. Nýja byggingin verður nýtt meðal annars undir vöruafgreiðslu, miðlægt afgreiðslueldhús, uppvöskunaraðstöðu, mötuneyti starfsfólks og skrifstofur og mun vinnuaðstaða starfsmanna batna enn frekar.
Með nýju byggingunni verður nýtt framleiðslu eldhús Skólamatar tekið í notkun og má með sanni segja að það verði eitt fullkomnasta eldhús landsins. Eldhúsið verður búið öflugum tækjum og glæsilegum búnaði fyrir starfsemina alla.
Gert er ráð fyrir að framleiðslugeta fyrirtækisins aukist með þessari nýju aðstöðu en einnig skapast auknir möguleikar til að auka úrval rétta á matseðli. Daglega framleiðir Skólamatur morgunmat, ávaxtastund, tvíréttaðan hádegismat með meðlætisbar og síðdegishressingu. En auk þess útvegar Skólamatur mat fyrir hverskyns uppbrotsdaga, til dæmis nesti fyrir skólaferðalög, þorrasmakk, rjómabollur á bolludaginn og pylsuveislur. Þá er sífellt að fjölga í hópi nemenda sem þurfa á sérfæði að halda, en það eru þeir nemendur sem vegna óþols, ofnæmis, trúar- eða lífstílsskoðana geta ekki neitt matar af hefðbundnum matseðli og verður því nýtt húsnæði kærkomin viðbót við ört stækkandi fyrirtæki, en vöxturinn stafar meðan annars af fleiri og fleiri ánægðum viðskiptavinum.
Skólamatur þjónustar nú 85 leik- og grunnskóla í 9 sveitarfélögum á suðvestur horninu, ásamt því að sinna öðrum tilfallandi verkefnum í skemmri eða lengri tíma. Hjá fyrirtækinu starfa í heildina 167 starfsmenn og eru 53 þeirra með starfsstöð á Iðavöllum í Reykjanesbæ.